Matur, handverk, þjóðtrú - hver er þinn menningararfur?

Íslenskur þjóðdans við ÞjóðlagasetriðÁ næstu fjórum til fimm vikum mun ÞjóðList ehf í samstarfi við Síldarminjasafnið og Vitafélagið - íslensk strandmenning, vinna að því að afla upplýsinga um og skrá lifandi hefðir í samfélagi Fjallabyggðar. Skráningin fer fram á Bókasafni Fjallabyggðar og á heimasíðu ÞjóðListar (www.thjodlist.is) þar sem hægt er að fylla út skráningarformið á netinu. Verkefnið verður kynnt á Bókasafninu á Siglufirði fimmtudaginn 8. sept. kl. 16-17 og á Bókasafninu á Ólafsfirði Mánudaginn 12. september kl. 16-17.

Á sömu fundum verður kynning á Norrænu strandmenningarhátíðinni sem haldin verður í Fjallabyggð sumarið 2018.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna - heitt á könnunni

Steina og Sibba

 

Sjá nánar um verkefnið hér