Skráning menningarerfða í Fjallabyggð

Skráning menningarerfða í Fjallabyggð

Síldarminjasafnið

8. september opnaði formlega skráning menningarerfða í Fjallabyggð. Skráningin er liður í samstarfsverkefni milli tveggja stofnana í Noregi og ÞjóðListar ehf á Íslandi, styrkt af Norsk-íslenska samstarfssjóðnum. Verkefnið er unnið í Fjallabyggð af, Steinunni Sveinsdóttur (Síldarminjasafninu) og Sigurbjörgu Árnadóttur (Vitafélaginu – íslensk strandmenning).

Markmiðið með verkefninu er að:

 • Skrá menningarerfðir með því að nota ákveðið eyðublað og kanna hvort formið hentar
 • Leita heppilegra leiða til að vinna með samfélögum við skráningu menningarerfða samfélagsins
  og skilgreina verkferlana þannig að vinnan geti orðið fyrirmynd fyrir önnur samfélög
 • Afla upplýsinga sem hjálpa til við að þróa landslista yfir menningarerfðir

Hægt verður á skrá menningarerfðirnar hér á netinu og á Bókasöfnum Fjallabyggðar þar sem hægt er að nálgast formið útprenntað og fá aðstoð við að fylla formið út. Skráningunni er nú lokið og verið er að vinna í niðurstöðum.


Menningarerfðir og erfðaberar

"Menningarefðir: Siðvenjur, framsetning, tjáningarform, þekking, færni - ásamt tækjum, hlutum,
listmunum og menningarrýmum sem þeim tengjast - sem samfélög, hópar og, í sumum tilvikum,
einstaklingar, telja hluta af menningararfleifð sinni. Menningarerfðir, sem flytjast frá kynslóð til
kynslóðar, eru í stöðugri endursköpun, [...] þær styrkja sjálfsmynd þess og tilfinningu fyrir sögulegri
framvindu og stuðla þannig að virðingu fyrir menningarlegri fjölbreytni og sköpun. [...]"
                                                                  Úr 2. grein samnings UNESCO um varðveislu menningarerfða

Menningarerfðir á Íslandi eru hefðir sem í dag eru lifandi vegna þess að þær eru stundaðar af fólki í landinu. Lifandi hefðir byggja á þekkingu og færni með rætur í fortíð og birtingarmynd í nútið; þær eru í stöðugri endursköpun vegna samskipta við samfélag og einstaklinga sem þær stunda. Hver og einn einstaklingur í landinu er erfðaberi, með þekkingu og færni frá fortíð, sem hann endurskapar og miðlar í nútímanum, meðvitað og ómeðvitað.

Þátttaka erfðaberanna í að varðveita menningarerfðirnar er lykilatrið í samningnum og kemur víða fram. Í 11. grein segir - Hlutverk aðildarríkja.

"Hvert aðildarríki skal:

 1. gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja varðveislu menningarerfða á yfirráðasvæið sínu,
 2. sem ráðstöfun til varðveislu, [...] greina og skilgreina þá þætti menningarerfða, sem finnast
  á yfirráðasvæði þeirra með þátttöku samfélaga, hópa og viðkomandi frjálsra félagasamtaka."

Ennfremur segir í 15. gr. - Þátttaka samfélaga, hópa og einstaklinga.

"Með aðgerðum sínum til varðveislu menningarerfða skal hvert aðildarríki leitast við að tryggja
sem mesta þátttöku þeirra samfélaga, hópa og, eftir því sem við á, einstaklinga sem skapa,
viðhalda og miðla menningarerfðum og fá þessa aðila til að taka virkan þátt í umsjón þeirra."

Að skrá menningarerfðir heima í héraði er sú skráningaraðferð sem best samrýmist þeim leiðbeiningum sem samningur UNESCO um verndun menningarerfða leggur til. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að íbúar í Fjallabyggð og Henning taki virkan þátt í þessu verkefni með því að skrá menningarerfðir sínar og leggi þannig grundvöllinn að skráningu menningarerfða í löndunum tveimur.

Nánari upplýsingar um verkefnið

This project is a collaboration between the three organizations

 • Norsk senter for folkemusikk og folkedans (Sff) in Trondheim, Norway (leader). Resp. person - Marit Stranden
 • ÞjóðList ehf in Fjallabyggð, Iceland. Resp. person - Guðrún Ingimundardóttir
 • Midt norsk senter for folkemusikk og folkedans (Msff) in Steinkjer, Norway. Resp. person -  Johan Einar Bjerkem
 • Steinkjer municipality. Resp. person - Grete Waaseth

The project partners have all attended the Nordic UNESCO capacity building workshops on the convention and wish to collaborate and exchange experience regarding implementing the convention in the two countries. This pilot project is perceived to be the first step in formal Icelandic-Norwegian collaboration regarding the implementation of the ICH convention and we believe that we have a lot to learn from each other and can progress faster and further together.

Iceland and Norway have both ratified the UNESCO 2003 convention on intangible cultural heritage (ICH ). Neither of the countries have so far started the challenging task of making a community-based inventory of the living heritage present in their territory.

The aim of the present project is to

 • collect experience regarding raising community awareness of its ICH
 • gain experience in what the community defines as their ICH
 • test ICH registration forms
 • share the information and experiences gained by this project with other communities wanting to inventory their ICH
 • gather real hands-on information to assist Norway and Iceland to develop the best possible model for a national inventory