Stemma - Landssamtök kvæðamanna
Stemma - Landssamtök kvæðamanna voru stofnuð á Siglufirði 3. mars 2013.
Helgina 2.-3. mars 2013 komu saman á Siglufirði fulltrúar frá ýmsum kvæðamannafélögum víðsvegar um landið og stofnuðu Stemmu - Landssamtök kvæðamanna. Með stofnun þessara landssamtaka munu kvæðamenn sameinast um að efla kveðskaparlist og koma í veg fyrir að þessi menningararfur okkar falli í gleymsku og dá.
Helstu markmið með stofnun samtakanna eru að
- standa fyrir árlegu landsmóti kvæðamanna. Aðildarfélög skiptast á um að halda landsmótið
- leita eftir sambandi við áhugamenn um kvæðaskap og aðstoða þá við stofnun og starfsemi kvæðamannafélags
- halda úti heimasíðu með upplýsingum um aðildarfélögin, s.s. tengiliði, starf og viðburði
- taka saman fræðslu- og kynningarefni um kveðskaparlistina og gera aðgengilegt fyrir félagsmenn
- bjóða fræðslustofnunum á öllum skólastigum upp á að fá kvæðamenn í heimsókn til að kynna kveðskap fyrir kennurum og nemendum og bjóða einnig ferðaþjónustuaðilum upp á sama fyrir hópa innlendra og erlendra ferðamanna
- taka þátt í alþjóðlegu/norrænu samstarfi þjóðtónlistarfólks og gera kvæðamönnum kleift að taka þátt í erlendum þjóðtónlistarhátíðum
Aðildarfélög eru:
- Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
- Kvæðamannafélagið Árgali
- Kvæðamannafélagið Gefjun
- Kvæðamannafélagið Gná
- Kvæðamannafélagið Iðunn
- Kvæðamannafélagið Ríma
- Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti
- Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur
Núverandi stjórn Stemmu skipa:
Formaður: Anna Halldóra Sigtryggsdóttir (Gefjun)
Varaformaður: Hilma Eiðsdóttir (Gná)
Stjórnarmenn:
Kristín Sigtryggsdóttir (Gefjun)
Magnús Stefánsson (Félag ljóðaunnenda á Austurlandi)
Guðrún Ingimundardóttir (Ríma)
Varamenn:
Sigurleif Þorsteinsdóttir (Ríma)
Þórarinn Hjartarson (Gefjuni)
Ragnar Ingi Aðalsteinsson (Iðunn)
Heimili og varnarþing Stemmu er þar sem formaður býr hverju sinni og er það nú á Akureyri.