Stemma - Landssamtök kvæðamanna

Stofnfundur StemmuStemma - Landssamtök kvæðamanna voru stofnuð á Siglufirði 3. mars 2013.

Helgina 2.-3. mars 2013 komu saman á Siglufirði fulltrúar frá ýmsum kvæðamannafélögum víðsvegar um landið og stofnuðu Stemmu - Landssamtök kvæðamanna. Með stofnun þessara landssamtaka munu kvæðamenn sameinast um að efla kveðskaparlist og koma í veg fyrir að þessi menningararfur okkar falli í gleymsku og dá.

Helstu markmið með stofnun samtakanna eru að

 1. standa fyrir árlegu landsmóti kvæðamanna. Aðildarfélög skiptast á um að halda landsmótið
 2. leita eftir sambandi við áhugamenn um kvæðaskap og aðstoða þá við stofnun og starfsemi kvæðamannafélags
 3. halda úti heimasíðu með upplýsingum um aðildarfélögin, s.s. tengiliði, starf og viðburði
 4. taka saman fræðslu- og kynningarefni um kveðskaparlistina og gera aðgengilegt fyrir félagsmenn
 5. bjóða fræðslustofnunum á öllum skólastigum upp á að fá kvæðamenn í heimsókn til að kynna kveðskap fyrir kennurum og nemendum og bjóða einnig ferðaþjónustuaðilum upp á sama fyrir hópa innlendra og erlendra ferðamanna
 6. taka þátt í alþjóðlegu/norrænu samstarfi þjóðtónlistarfólks og gera kvæðamönnum kleift að taka þátt í erlendum þjóðtónlistarhátíðum

Aðildarfélög eru:

 1. Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
 2. Kvæðamannafélagið Árgali
 3. Kvæðamannafélagið Gefjun
 4. Kvæðamannafélagið Gná
 5. Kvæðamannafélagið Iðunn
 6. Kvæðamannafélagið Ríma   
 7. Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti                                               
 8. Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur

Núverandi stjórn Stemmu skipa:

Formaður:          Anna Halldóra Sigtryggsdóttir (Gefjun)
Varaformaður:    Hilma Eiðsdóttir (Gná)

Stjórnarmenn:
Kristín Sigtryggsdóttir (Gefjun)
Magnús Stefánsson (Félag ljóðaunnenda á Austurlandi)
Guðrún Ingimundardóttir (Ríma)

Varamenn:
Sigurleif Þorsteinsdóttir (Ríma)
Þórarinn Hjartarson (Gefjuni)
Ragnar Ingi Aðalsteinsson (Iðunn)

Heimili og varnarþing Stemmu er þar sem formaður býr hverju sinni og er það nú á Akureyri.