Kvæðamannafélagið Gefjun

GefjunKvæðamannafélagið Gefjun var stofnað á Akureyri 13. nóvember 2005. Á óvart kom er félagið var stofnað hve margir kunnu skil á rímnakveðskap og höfðu áhuga. Stofnfélagar voru 14 en hefur fjölgað síðan í 33 og er algengt að 12-14 manns mæti á fundi.

Tilgangur og helstu stefnumál félagsins eru: að æfa og iðka kveðandi og kvæðalög sem og önnur íslensk þjóðlög - að fræðast um rímnahætti, rímnalög og íslenskan tónlistararf og kynna þetta öðrum.

Stjórn Gefjunar skipa:

Fundir eru haldnir fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði og eru á milli klukkan 20:00 og 22:00, en sumarmánuðina þrjá eru ekki haldnir fundir. Félagar hittast í Zonta-húsinu sem stendur við Aðalstræti 54 og til glöggvunar fyrir  ókunnuga þá er Minjasafnskirkjan næsta hús sunna við og Nonnahús stendur á bak við Zontahúsið og svo er Minjasafnið þarna fyrir ofan.

Fundir fara þannig fram að félagar kveða sig inn í fundinn með upphafsstemmum Gefjunar, svo eru kveðnar saman nokkrar stemmur sem allir kunna til að hita upp, kenndar nýjar stemmur og rímur og fluttur annar fróðleikur um íslensku rímnahefðina. Íslensk þjóðlög hljóma og vikivakar til að brjóta upp dagskrána. Félagsmenn lesa upp úr bókum hvort sem eru ljóðabækur eða frásagnabækur, vísur fluttar og er spjallað og drukkið kaffi. Fundir eru frjálslegir og skemmtilegir. Í lok hvers fundar kveða félagsmenn lokastemmur Gefjunar áður en haldið er heim.