Kvæðamannafélagið Gná

Kvæðamannafélagið Gná var stofnað í Jarlsstofu Hótel Tindastóls á Sauðárkróki 16.apríl 2015. Stofnfélagar voru þrettán en félagið hefur vaxið síðan og félagar í byrjun árs 2016 eru 18. Félagsfundir eru mánaðarlega yfir vetrartímann, þar sem aðallega er kveðið og fræðst um kveðskap. Helgarnámskeið í kvæðamennsku var haldið fyrsta haustið, kennari var dr.Ragnheiður Ólafsdóttir. Einnig komu félagar kvæðamannafélagsins Gefjunar í heimsókn með dagskrá sína „Að kveða konur“ og stefnt er á að fá fleiri kvæðamannafélög í heimsókn og heimsækja þau.
Hægt er að fylgjast með á facebook - Kvæðamannafélagið Gná

Stjórn Gnáar skipa:
Hilma Eiðsdóttir Bakken, formaður (tigrynja@hotmail.com og gsm:865 3614)
Björg Baldursdóttir, ritari (bjorgbald@gmail.com)
Embla Dóra Björnsdóttir (embla@rettarholt.net)