Kvæðamannafélagið Iðunn

IðunnKvæðamannafélagið Iðunn var stofnað 15. september 1929 og hefur tilgangur félagsins frá upphafi verið að æfa kveðskap og safna rímnalögum og alþýðuvísum, fornum og nýjum.

Í stjórn félagsins eru

Formaður: Bára Grímsdóttir (bara.grimsdottir@gmail.com)
Varaformaður: Höskuldur Búi Jónsson
Aðrir í stjórn:  Rósa Þorsteinsdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Þuríður Guðmundsdóttir 

Hafa samband: idunn@rimur.is

Reglubundið starf Kvæðamannafélagsins fer fram á tímabilinu frá október og fram í maí. Á því tímabili eru haldnar kvæðalagaæfingar og fundir. Miðvikudagskvöld fyrir félagsfund eru haldnar kvæðalagaæfingar. Á kvæðalagaæfingum er kennt að kveða, stemmur kenndar og æfðar. Kvæðalagaæfingarnar eru óformlegri en félagsfundir og eru þá oft líflegar samræður og að sjálfsögðu hraustlega kveðið.

Allir fundir og æfingar félagsins fara fram í Gerðubergi í Breiðholti og hefjast klukkan 20:00 nema Heiðmerkurgleðin sem fer fram við Grunnuvötn í Heiðmörk. Allir eru velkomnir á æfingar og fundi félagsins og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti.