Landsmót kvæðamanna 2016

22.-24. apríl, 2016 stendur Stemma - landssamtök kvæðamanna, fyrir landsmóti kvæðamanna á Egilsstöðum. Þar verða kvæðamannatónleikar, námskeið í kvæðamennsku, tvísöngvum og bragfræði rímna, auk þess sem haldin verður kvöldvaka með góðum mat og kvæðasöng, en ef til vill einnig þjóðdönsum og gömlu dönsunum.

Okkar sérstæðasta þjóðtónlistarform er kvæðamennskan, en hún er því miður hverfandi menningararfur. Markmiðið með landsmótinu er að efla þessa afar gömlu og merkilegu hefð með því að styrkja samstöðu kvæðamanna um land allt, vekja athygli á þessari tónlistarhefð okkar Íslendinga og fjölga þeim sem stunda hana.

Þetta verður hið fjórða landsmót kvæðamanna en hin fyrri landsmót hafa verið haldin í Fjallabyggð. 

Dagskrá landsmót kvæðamann á Egilsstöðum 22. - 24. apríl 2016

Föstudagur 22. apríl

Sameiginlegur kvöldverður er ekki skipulagður, en hægt er að panta kvöldmat af matseðli á Gistihúsinu Egislsstöðum

Kl. 20:30 - 22:30          Kvæðakvöld í Gistihúsinu Egilsstöðum Einstakt tækifæri til að heyra kveðskap kvæðamanna víðsvegar að af landinu. Aðgangur ókeypis - allir velkonmir

Laugardagur 23. apríl

Kl. 09:00 - 12:00          Bragfræði Rímna. Kennari Ragnar Ingi Aðalsteinsson 
Farið verður yfir helstu grunnatriði bragfræðinnar, svo sem hrynjandi, stuðlasetningu, rím, áferð ljóða, erindaskiptingu og bragarhætti. Þátttakendur fá tækifæri til að gera vísur og eins til að draga upp úr skúffunni gömul ljóð og ný sem leiðbeinandi lítur yfir og metur. Einnig er æskilegt að fá fyrirspurnir úr salnum og bregðast þannig jafnóðum við því sem þátttakendum liggur á hjarta

Kl. 12:00 - 13:00           Hádegismatur: Sjávarréttarsúpa með rækjum og lúðu og kókos.
Nýbakað brauð og aioli. Verð 1.990,- kr. á mann

Kl. 13:00 - 14:00          Frh: Bragfræði Rímna. Kennari Ragnar Ingi Aðalsteinsson

Kl. 13:00 - 14:00          Tvísöngvar. Kennari Guðrún Ingimundardóttir
Nemendur læra að syngja nokkra skemmtilega tvísöngva

Kl. 14:00 - 17:00          Rímnalög. Kennari Bára Grímsdóttir
Nemendur fræðast um rímnalögin og læra að kveða vel valdar stemmur. Einnig verða mismundandi skreytingar og söng stílar skoðaðir

Kl. 19:00 - 00:00          Kvöldverður og kvöldvaka í Gistihúsinu Egilsstöðum
Glæsilegur kvöldverður og kvæðamenn skemmta sér og öðrum. Lamba innralæri og hægeldaður frampartur með rófumauki, sveppagratíni, nýpum, gulrótum og rósmaríngljáa og mozaik súkkulaðikaka, með hvítu súkkulaðikremi og ferskjusorbet. Verð: Með kjötrétti 5.990,- kr. á mann - Með fiskréttir 4.990,- kr. á mann

Sunnudagur 24. apríl 

            kl. 09:30 - 11:30          Aðalfundur Stemmu - Landssamtaka kvæðamanna

            Kl. 11:30 - 12:30          Hádegismatur og kveðjustund.Íslensk kjötsúpa og nýbakað brauð. Verð: 1.990,- kr. á mann

Gistihúsið Egilsstaðir: Tveggjamanna herbergi  kr. 14.500/nóttin - Einsmanns herbergi kr. 10.900/nóttin

Nánari upplýsingar veita Magnús Stefánsson í síma 867-2811, Guðrún Ingimundar í síma 869-3398 og kvæðamenn Stemmu