Landsmót kvæðamanna 2018

Kvæðasystur Anna og StínaLandsmót kvæðamanna
20. – 22. apríl 2018
á Bifröst í Borgarfirði 

Dagskrá landsmótsins tengist efni úr Segulböndum Iðunnar, bók með160 kvæðalögum á nótum og á hljóðritum, sem Kvæðamannafélagið Iðunn gefur út á vordögum í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einnig verða nokkur borgfirsk skáld kynnt og flutt kvæði eftir þau í samkveðskap milli dagskrárliða. Á landsmótinu verður hin nýútkomna bók til sölu á sérstöku tilboðsverði fyrir félaga Stemmu, 10.000 kr., en áætlað útsöluverð er um 13.000 kr.

Bára Grímsdóttir kvæðakona

Föstudagur kl. 20:00  -  Kvæðatónleikar á Hótel Bifröst

Félagar úr aðildarfélögum Stemmu koma fram og kveða rímur og kvæði. Frítt inn en tekið við frjálsum framlögum til styrktar Stemmu.

Laugardagur kl. 9:30-16:30  -   Fyrirlestrar og námskeið

kl. 9:30 - 10:30  Segulbönd Iðunnar 

Erindi um lögin í safni kvæðalaga sem kemur út á vordögum. Fjallað verður um söfnun á kvæðunum fyrir þessa útgáfu, ýmsar greinar í bókinni, upplýsingar um kvæðamenn og notagildi bókarinnar fyrir kvæðamenn og aðra leikmenn. Rósa Þorsteinsdóttir ritstjóri Segulbanda Iðunnar flytur.

Tvísöngsbræður Gústi og Öllikl. 10:45 - 11:45  Bragfræði og stemmur úr Segulbandasafni Iðunnar  

Lögð verður áhersla á sjaldgæfa bragarhætti og kenndar stemmur sem falla að þessum bragarháttum. Nemendur gera einnig bragæfingar. Kennarar: Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Bára Grímsdóttir

kl. 12:00  Hádegismatur

Ferskasti fiskur dagsins, ofnbakaður með steiktu grænmeti og sósu. Kaffi/Te

kl. 13:00 - 15:00  Bragfræði og stemmur úr Segulbandasafni Iðunnar 

Framhald af námskeiði Ragnars Inga og Báru.

kl. 15:00  Kaffi og kleinur

Sporiðkl. 15:30 - 16:30  Margrét Hjálmarsdóttir og fleiri kvæðamenn úr Segulbandasafninu

Anna Fornadóttir, dóttir Margrétar, og dætur Önnu, Anna Halldóra og Kristín Sigtryggsdætur, segja frá kvæðakonunni, kenna nokkrar af stemmum hennar og segja einnig sögur af fleiri kvæðamönnum sem eru tengdir þeim.

kl. 19:00  Kvöldvaka og hátíðarkvöldverður

Lamb með bökuðu rótargrænmeti og soðsósu í aðalrétt og súkkulaðikaka í eftirrétt.
Aðildarfélög Stemmu sjá um skemmtidagskrá á meðan á borðhaldi stendur og á eftir. Einnig munu hagyrðingar gefa skýrslu um landsmótið í bundnu máli.

kl. 21:30 - 22:30  Þjóðdansar með meiri

Danshópurinn Sporið úr Borgarfirði sýnir dansa og mun síðan leiða allan hópinn í dans við hljóðfæraleik.

Sunnudagur kl. 10:00 – 12:00  Aðalfundur Stemmu

kl. 12:00  Hádegisverður, kaffi/te og kveðjustund