Landsmót kvæðamanna 2019

Grasrótin

 

25. - 28. apríl 2019 verður Landsmót kvæðamanna í fyrsta sinn haldið á Akureyri. 

Sigrid Randers-PehrsonLandsmót kvæðamanna er bæði hátíðleg og skemmtileg samkoma kvæðamanna víðs vegar að af landinu. Að venju verða námskeið tengd hefðinni, s.s. um kveðandi, bragfræði og tvísöngva, og haldnir tónleikar. Kvöldvakan á sínum stað á laugardagskvöldinu og aðalfundur Stemmu - Landssamtaka kvæðamanna á sunnudagsmorgni. 

Sérstakir gestir kvæðamannamótsins á Akureyri verða þjóðlagahópurinn Bra folk og þjóðlagasöngkonan og kvæðakonan Sigrid Randers-Pehrson frá Noregi. Norsk og íslensk þjóðlagatónlist er nátengd eins og gefur að skilja, með þjóðarhljóðfærin langspil og langeleik, sönghefðirnar kveðandi og kved (stev). 

 Allir eru hjartanlega velkomnir á námskeið mótsins, kvöldvökuna og auðvitað tónleika í Deiglunni og á Hótel Natur. Sjá plakat HÉR

25. apríl, sumardagurinn fyrsti:  

  -  Kl. 20:00 - 21:15 - Tónleikar norskra og íslenskra kvæðamanna og þjóðlagasöngvara í Deiglunni, Listagilinu, Akureyri. Aðgangur ókeypis 

26. apríl, föstudagur:  

Bra Folk

 -  Kl. 20:00 - 22:00 - Tónleikar kvæðamanna Stemmu á Hótel Natur, Svalbarðsströnd. Aðgangur ókeypis

27. apríl, laugardagur, á Hótel Natúr 

 -  Kl. 10:00 - 15:00 - Námskeið: Kvæðalög afkomenda Bólu-Hjálmars og norsk kvæðalög með Önnu Halldóru og Kristínu Sigtryggsdætrum og Sigrid Randers-Pehrson Verð: 3.000 kr 

 -  Kl. 13:00 - 15:00 - Undirstöðunámskeið í bragfræði rímna með Birni Ingólfssyni. Verð: 1.500 kr. 

Einar Guðmundsson

 -  Kl. 15:00 - 17:00 - Námskeið: Tvísöngvar með Rúnu Ingimundard Verð: 1.500 kr.

 -  Kl. 19:30 - 23:00 - Kvöldvaka: Hátíðarkvöldverður og skemmtun fyrir kvæðamenn og aðra. Einar Guðmundsson harmonikuleikari spilar fyrir dansi.
Verð: 6.000 kr. Skráning hjá Önnu Halldóru, hadda65@gmail.com

28. apríl, sunnudagur: 

 -  Kl. 10:00 - 12:00 - Aðalfundur Stemmu - Landssamtaka kvæðamanna 

Uppbyggingarsjóður Akureyrarstofa

 

   Sigrid Randers-Pehrson