Landsmót kvæðamanna 2019

Grasrótin

 

25. - 28. apríl 2019 verður Landsmót kvæðamanna í fyrsta sinn haldið á Akureyri.

Að venju verða námskeið tengd hefðinni, s.s. um kveðandi, bragfræði og tvísöngva, og haldnir tónleikar. Einnig verður kvöldvakan á sínum stað á laugardagskvöldinu og aðalfundur Stemmu - Landssamtaka kvæðamanna á sunnudagsmorgni. Landsmót kvæðamanna er bæði hátíðleg og skemmtileg samkoma kvæðamanna víðs vegar að af landinu, en allir eru hjartanlega velkomnir, sama hvort þeir vilja kveða eða ekki. 

Dagskrá mótins er í vinnslu og birtist hér um leið og hún hefur verið ákveðin.