Kvæðamannafélagið Ríma

RímaKvæðamannafélagið Ríma var stofnað í Fjallabyggð á 150 ára fæðingarafmæli sr. Bjarna Þorsteinssonar, 14. október 2011. Stofnfundurinn var haldinn í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði og eru stofnfélagar 24. Stjórn félagsins skipa

  • Svanfríður Halldórsdóttir. Sími: 898-2661. Netfang: shhlid@simnet.is
  • Þorgeir Gunnarsson. Sími: 860-2749. Netfang: toggi3@simnet.is
  • Örlygur Kristfinnsson. Sími: 863-1605. Netfang: Örlygur@sild.is

Kvæðamannafélagið Ríma leitar í allar tegundir þjóðtónlistar okkar íslendinga - þjóðlög, kvæðalög, fimmundasöng og tvísöngva. Við viljum ná tökum á stíl og raddbeitingu gömlu kvæðamannanna og jafnframt að hver og einn finni sína kvæðamannsrödd. Sem hópur leitar Ríma einnig leiða til að útfæra sönglist okkar á nýstárlegan hátt. 

Kvæðastundir eru á ýmsum stöðum á Siglufirði en ætíð kl. 17:00 á sunnudögum.  Allir eru hjartanlega velkomnir, hvort sem þeir vilja syngja með eða bara hlusta og skemmta sér með okkur.