Snorri í Reykholti

Kvæðamannafélagið Snorri í Reykholti var stofnað þann 6. Feb 2016 í Reykholti, nánar tiltekið í Snorrastofu. Snorrastofa er " heimili" félagsing og þar höldum við fundina okkar. Það er skemmtilegt að segj frá því að kvæðamannafélagið Árgali á Selfossi kom á stofnfundinn okkar og hjálpaði okkur við stofnun félagsins. Þar fór fremstur Sigurður Sigurðarson en Hjörtur Þórarinnsson var fundarstjóri. Bjarni Guðráðarson var ritari fundarins. Stofnfélagarnir urðu 31. Fundirnir urðu svo fjórir fyrir sumarfrí en við erum að skipuleggja vetrarstarfið en fyrsti fundur vetrarins verður í október. Við erum 2-4 sem höfum verið í Árgala frá upphafi þess félags og okkur langaði að stofna félag í sveitinni okkar. Við förum líka á fundi Árgala ef tök eru á. Tilgangur okkar félags er að vekja áhuga fólks á kveðskap og kvæðalögum og skapa vettvang til þess að hittast og miðla reynslu og bara að hafa gaman.

Anna Lísa Hilmarsdótti, formaður, annalisa@vesturland.is
Margrét Eggertsdóttir, gjaldkeri,
Helgi Björnsson, ritari
Þórður Brynjarsson, stemmuhirðir.