Þjóðlagakver

ÞjóðlagakverSéra Bjarni Þorsteinsson (1861 - 1938) hóf að safna íslenskum þjóðlögum árið 1880 og vann að því ötullega í 25 ár. Bjarni lagði einnig vinnu í að greina lögin og bera þau saman. Árið 1906-9 kom út hin mikla bók, Íslensk þjóðlög, þar sem getur að líta afraksturinn af þjóðlagasöfnun og rannsóknarstarfi sr. Bjarna. Bókin er tæplega eitt þúsund blaðsíður og svo sannarlega það forðabúr íslensks þjóðlagaarfs sem sr. Bjarni ætlaði henni að vera.

Í formála að bók sinni Íslensk þjóðlög segir sr. Bjarni Þorsteinsson:

"... síðar meir geta þeir sem vilja, gert útdrætti úr safni þessu og gefið út svo mörg eða fá lög, sem þeir vilja, og útsett þau á einn eða annan hátt eptir eigin geðþótta. Þetta safn, er jeg hef reynt að gjöra sem vandaðast og fullkomnast, verður þá eins og nokkurs konar forðabúr, sem úr má taka og hagnýta sjer eftir vild og þekkingu."

Bókin Íslensk Þjóðlög er tæplega eitt þúsund blaðsíður og svo sannarlega það forðabúr þjóðlagaarfs okkar sem sr. Bjarni ætlaði henni að vera.

ÞjóðList hefur gefið út tvö kver með þjóðlögum og kvæðalögum sem eru í bók sr. Bjarna, annað er með lögum frá Fjallabyggð og Fljótum og hitt frá Þingeyjarsýslum. Lögin hafa verið skrifuð upp á nýtt og valin við þau ný ljóð en öll ljóðin við lögin úr Þingeyjarsýslu eru eftir þingeysk ljóðskáld. Með þingeyska þjóðlagakverinu fylgir geisladiskur þar sem heyra má lögin. Kverin eru í A5 broti.

Hér getur þú keypt þjóðlagakver og fengið sent til þín.

  • Þjóðlög og kvæðalög frá Fjallabyggð og Fljótum. 17 kvæðalög, 7 þjóðlög og 7 tvísöngvar -  kr. 1.800
  • Þjóðlög og kvæðalög frá Þingeyjarsýslum, ásamt geisladiski. 28 kvæðalög, 10 þjóðlög og 4 tvísöngvar -  kr. 2.500