Tvísöngvakver

TvísöngvakverSéra Bjarni Þorsteinsson (1861 - 1938) hóf að safna íslenskum þjóðlögum árið 1880 og vann að því ötullega í 25 ár. Árið 1906-9 kom út hin mikla bók, Íslensk þjóðlög, þar sem getur að líta afraksturinn af þjóðlagasöfnun og rannsóknarstarfi sr. Bjarna. Það eru fjörutíu og tveir tvísöngvar í bók Bjarna og eru þeir komnir frá söngmönnum í Húnavatnssýslu, þar sem tvísöngurinn lifði lengst. Bókin er tæplega eitt þúsund blaðsíður og svo sannarlega það forðabúr íslensks þjóðlagaarfs sem sr. Bjarni ætlaði henni að vera.

Tvísöngur er eitt merkasta fyrirbæri þjóðlagaarfs okkar. Hann hefur viðhaldist á Íslandi í a.m.k. sjö aldir og það var ekki fyrr en seint á 19. öld sem við Íslendingar fóru að týna honum niður. Tvísöngur er tvíradda söngur þar sem raddirnar hreyfast oftast í samstíga fimmundum. Tvísöngvar eru oftast í lýdiskri tóntegund, sem hljómar einkennilega í eyrum nútímamannsins. Flokka má tvísöngva í tvær tegundir. Önnur tegundin hefur 1. og 3. ljóðlínu (af fjórum) einraddaðar, en í 2. og 4. ljóðlínu bætist við fylgirödd sem hreyfist í samstíga fimmundum fyrir ofan laglínuna. Hin tegundin er með fylgirödd frá byrjun til enda og er hún ýmist fyrir ofan eða neðan laglínuna. Tvísöngvakverið inniheldur 16 tvísöngva af þessari síðarnefndu tegund. Kverið er í A4 broti og því fylgir geisladiskur þar sem heyra má laglínu og fylgirödd hvort fyrir sig og einnig saman.

Tvísöngvakver með 16 tvísöngvum og geisladiski - kr. 4.500

Hljóðdæmi: Kláusarvísur (báðar raddir)

Hér getur þú keypt tvísöngvakver og fengið sent til þín: