Námskeið

Langar þig að læra að spila sænsk þjóðlög á fiðlu? 

Viltu læra á kantele eða langspil?

Hefur þig einhverntíman langað að læra finnsk þjóðlög eða norska þjóðdansa? 

Nú er tækifærið !


18 námskeið í boði á þremur dögum hjá úrvals norrænum hljóðfæraleikurum, söngvurum og dönsurum. 

Hvenær: Fimmtudag, föstudag og laugardag (21. - 23. ágúst), kl. 10:00 - 12:00 eða kl. 14:30 - 16:30 (fyrir utan eitt námskeið sem er 15:00-17:00)
Hvar: Öll námskeiðin verða í Háskólanum á Akureyri, HA (nema hugsanlega tvö).
Verð: Verð fyrir tveggja klukkutíma námskeið er bara 2000 krónur til og með þriðjudeginum 19. ágúst. Ef keypt er 20. ágúst eða seinna kostar námskeiðið 2.500 krónur.
Kunnátta: Sum námskeið krefjast ákveðinnar kunnáttu á hljóðfærið sem kennt er, en önnur krefjast engrar tónlistarþekkingar.
Fjöldi þátttakenda á hverju námskeiði: Takmarka þarf fjölda þátttakenda í sumum námskeiðunum, en öðrum ekki. 

Þú þarft ef til vill að velja á milli þess sem þig langar mest að læra og þess sem þig langar aðeins minna að læra ef námskeiðin eru á sama tíma, en passaðu bara að missa ekki af draumanámskeiðinu þínu vegna þess að þú varst of sein(n) að skrá þig og námskeiðið er fullt!

Skráning á námskeið


Hér fyrir neðan er listi yfir þau námskeið sem haldin verða á hátíðinni, fyrir utan námskeið í handverki sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Handraðinn munu halda (upplýsingar um þau námskeið koma fljótlega). Þegar þú smellir á titil námskeiðsins opnast síða með nánari upplýsingum. Enn vantar upplýsingar frá nokkrum kennurum, en þær verða settar inn um leið og þær berast.

Fimmtudagur


Þjóðlagafiðla 1 (grunnpróf) með Elin (sv) og Johanna (est)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L101)

Færeyskur dans
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri ( N101, hátíðarsalur)

Þjóðlög Norðmanna og Kelta með Unni (no) og Gillebríde (sc)
14:00 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri  (Stofa L103)

Kantele, langspil og íslensk fiðla með Arja (fi), Báru og Chris (ís)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L201)

Ekki bara fyrir nikkara - Linda (no) og Peter (dk)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L 202)Föstudagur


Þjóðlög Finnlands, Englands og Íslands með Ilona (fi), Chris (en) og Báru (ís)
10:00 - 12:00 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L 103)

Þjóðlagafiðla 2 (miðpróf) með Ragnhild (no) og Bridget (sv)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L101)

Þjóðdansar Finnlands og  Noregs með Tuomas & Outi (fi) og Anna & Mathilde (No)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (N101, hátíðarsal)

Að spila í þjóðlagasveit - Pär Moberg (sv)
! 15:00 - 17:00 í Háskólanum á Akureyri ! (Stofa L201)

Þjóðlagaútsetningar með Röggu Gröndal & félögum (is)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L103)

Sænsk þjóðlagatónlist á trommur - Petter Berndalen (sv)
14:30 - 16:30 í Tónlistarskólanum á Akureyri


 

Laugardagur


Bragfræði rímna með Ragnari Inga (is)
10:00 - 12:00 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L102)

Þjóðlagafiðla 3 (framhaldspróf) með Emilia (fi) og Eoghan (ire)
10:00 - 12:00 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L101))

Þjóðlagafiðla 3+ (meira en framhaldspróf) með Klas Anders (sv)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L101)

Norrænn dans í þúsund ár með Vefaranum (is) og The Danes are Coming!
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri

Þjóðlög Finnlands og Íslands með Anna-Kaisa (fi) og Önnu & Kristínu Sigtryggsdætrum (is)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L103)

Sænsk þjóðlagatónlist á gítar og mandólín með Oskar Reuter (sv)
14:30 - 16:30 í Háskólanum á Akureyri (Stofa L201)

Trommur og slagverk með Niklas (sv) og Jonas (sv)
14:30 - 16:30 í Tónlistarskólanum á Akureyri 

 Nordic Culture Point  Nordic Council of Ministers Art Council NorwaySwedish Arts Council 

  Menningarráð Eyþings   Air Iceland