Færeyskur dans

Sláið RingHvenær: Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 14:30 - 16:30
Hvar: Háskólanum á Akureyri

Sex dansarar úr dansfélaginu Sláið Ring munu segja sögu færeyska dansins og útskýra form, takt, ljóð og skref. Þau munu kenna fyrstu erindin af kvæðinu Ólavur Riddararós (Ólafur Liljurós) og dansinn með.

Færeysku dansararnir kunna fjöldan allan af danskvæðum og eru tilbúnir til að kenna hvað annað sem þáttakendur vilja, svo lengir sem tími leyfir.

Sláið Ring eru stærstu samtök færeyskra dansfélaga.  Samtökin voru stofnuð 1978  með það að markmiði að viðhalda hefðinni lifandi í samfélaginu. 

Þannig hafa samtökin í 36 ár verið fulltrúar færeyska dansins og sýnt að hann er lifandi hefð í færeysku samfélagi, með því að starfa með skólum, styðja við staðbundin dansfélög, skipuleggja danshátíðir fyrir börn og fullorðna og taka þátt í verkefnum og viðburðum innan Færeyja sem utan.

Sláið Ríng sýnir og sannar að færeyski dansinn er ekki einungis lifandi hefð, heldur líka að hann er mikilvægur menningararfur Færeyinga, sem í eina tíð var dansaður í stórum hluta Evrópu.