Norrænn dans í þúsund ár með Vefaranum (is) og dönskum gestum

Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst kl. 14:30-16:30
Hvar: Háskólanum á Akureyri

VefarinnNorrænn dans í þúsund ár: Frá íslenskum hringdansi til hins danska-pólska dans, sveita-dansa og vals. Þátttakendur munu fræðast um íslenskra þjóðdansahefð fyrr og nú og læra að syngja og dansa DýravísurSprengisand og danska þjóðdansa. Skoðað verður hvernig þessir dansar endurspeglast í nútímadönsum sem dansaðir eru út um allan heim. Vefarinn og danskir gestir munum sjá um þetta námskeið.

Dansfélagið Vefarinn var stofnað árið 2004 og á því 10 ára starfsafmæli í ár. Meginhlutverk félagsins er að kanna og kynna þær menningarhefðir, sem þjóðin á í þjóðdönsum og öllu, sem að þeim lýtur. Einnig hafa stjórnendur fundið nýrri lög og notað við þau sporin úr eldri dönsum. 

ROSA-Folk og Danmarks Riksspillemænd hafa valið þessa fjóra þekktu tónlistarmenn úr stórum hópi frábærra listamanna til að taka þátt í hátíðinni Tradition for Tomorrow á Akureyri. Þeir spila allir í mörgum góðum þjóðtónlistarhópum í Danmörku. Nafnið á hópnum, Danirnir koma! (The Dances are Coming!) var valið sérstaklega fyrir þessa hátíð. Þeir munu deila danskri þjóðtónlist og þjóðdansi með gestum hátíðarinnar og öðrum norrænum listamönnum.

DanesPoul Bjerager Christiansen (fiðla) er stofnandi Danmarks Riksspillemænd. Hann er hljóðfæraleikari í hópunum RejseOrkestret og Fiddling Faroes go spilar líka mikið sem einleikshljóðfæraleikari. Hann er sannur þjóðtónlistarmaður, tónskáld og sérfærðingur í tónlist frá Sånderho.
Peter Eget Hansen (harmonikka) er stjórnarmaður í landssamtökunum FolkDanmark. Hann spilar í þjóðlaga "big-bandinu" Habadekuk og í mörgum öðrum tónlistarhópum. Peter kann mikinn fjölda danslaga.
Kristine Heebøll (fiðla) starfar hjá þjóðtónlistardeildinni í Southern Denmark’s Academy of Music and Dramatic Arts. Hún er aðalmanneskjan í þekktu tónleikabandi sem kallast Trio Mio þar sem hún spilar aðallega sína eigin tónlist byggða á þjóðlegum stefjum.  
Henrik Jansberg (fiðla) er fulltrúi þjóðtónlistarmanna í tónlistarnefnd Statens Kunstfond (Listasjóður ríkisins). Hann leiðir Jansberg Band, spilar fyrir dansi, heldur námskeið og starfar einnig sem kennari.