Þjóðlagafiðla 2 (miðpróf) með Ragnhild (no) og Bridget (sv)

Hvenær: Föstudaginn 22. ágúst kl. 14:30 - 16:30
Hvar: Háskólanum á Akureyri

Nemendur þurfa helst að hafa lokið miðstigi í fiðluleik eða hafa samsvarandi reynslu og kunnáttu.

Ragnhild KnudsenRagnhild mun kenna nokkur hefðbundin Harðangursfiðlu lög frá Telemark sem hægt er að spila á venjulega fiðlu. Tvígrip og leikur með stutt stef eru einkennandi fyrir harðangursfiðlulög. Bogastrokin eru mjög mikilvæg og þau þarf að læra af nákvæmni svo hægt sé að túlka laglínuna á réttan hátt. 

Bridget mun kenna nokkur lög í sænsku Bingsjö fiðluhefðinni og fjalla um einkenni þeirra, svo sem skrauttóna og bogastrok. Margir frábærir fiðluleikarar spila lög í Bingsjö fiðluhefðinni og túlka þau á persónlegan hátt; ef tími vinnst til mun Bridget bera saman mismunandi túlkun og framsetningu laganna.  

Bridget MarsdenRagnhild og Bridget munu kenna lögin eftir eyranu, ekki eftir nótum. Nemendunum er frjálst að koma með upptökutæki og taka upp lögin.

Ragnhild Knudsen (Fiðla/Harðangursfiðla) stundaði tónlistarnám í Tónlistar Akademíunni í Bergen og í háskólanum í Osló.

Bridget Marsden heillaðist svo af sænskri þjóðlagatónlist að hún flutti frá Englandi til Svíþjóðar. Hún útskrifaðir frá Konunglega Tónlistarháskólanum í Stokkhólmi árið 2010 með meistaragráðu í sænskri þjóðlagatónlist.