Þjóðlagafiðla 3 (framhaldspróf) með Emilia (fi) og Eoghan (ire)

Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst kl. 10-12.
Hvar: Háskólanum á Akureyri

Á námskeiðinu mun Emilia aðalega kenna finnska spilatækni, t.d hvernig fiðluboganum er beitt. Hún mun ræða um mismunandi tónlistarstíla eftir svæðum, um einkenni nokkurra tónlistarmanna sem eru frá hennar héraði í Finnlandi. Einnig mun hún kenna nokkur af sínum uppáhalds lögum.

Emilia Lajunen er þekkt fyrir sinn persónulega, sterka og nútímalega spilastíl. Stíl hennar má rekja til gamallar arfleifðar fiðlutónlistarinnar. Í byrjun lærði Emilia þjóðtónlist undir leiðsögn Ritva Talvitie og hinum þjóðsagnakennda hópi Tallari. Hún stundaði framhaldsnám í Sibelius Academy (MMus, 2007) og í Royal Academy of Music í Stokkhólmi. Frá 2010 til 2013 hefur Emilia starfað sem fiðlukennari við tónlistardeild Sibelius Academy. Árið 2012 gaf hún út sólóplötu sína, Turkoosi Polkupyörä.

Eoghan Neff er írskur fiðluleikari sem m.a hefur spilað með Riverdance, The London Metropolitan Orchestra, Anxo Lorenzo og Torrek. Hann vann m.a. með tónskáldinu Atla Örvarsyni að tónlistinni í óskarsverðlaunamyndinni, The Eagle. Hér má heyra hljóðdæmi úr myndinni sem slegið hefur í gegn á Youtube: Return of the Eagle.

Eoghan er margverðlaunaður fræðimaður með doktorsgráðu í tónlist. Hann starfar sem  hljóðfæraleikari, fræðimaður og fyrirlesari við Limerick Institute of Technology, Ireland.