Þjóðlög á slagverk - Petter Berndalen (sv)

Hvenær: Föstudaginn 22. ágúst kl. 14:30 - 16:30
Hvar: Tónlistarskólanum á Akureyri

Á námskeiðinu mun Petter Berndalen sýna ýmsar aðferðir sem hægt er að nota til að spila laglínur á slagverk. Hann mun sýna hvernig hægt er að ná fram lykilatriðum laglínu, eins og hendingum, laglínu lögun og skrautnótum. Hann mun einnig fjalla um hvernig hægt er að túlka síbreytilegan og frjálslegan takt með slagverki, þar sem túlkun takts er í eðli sínu hárnákvæm og skýr.

Námskeiðið er öllum opið, án tillits til kunnáttu.

Petter Berndalen er fyrsti slagverksleikarinn með prófgráðu í Sænskri þjóðlagatónlist. Hans markmið er ekki að spila eitthvað sem fellur að þjóðlagatónlist heldur spila eitthvað sem tvímælalaust ER þjóðlagatónlist.