Þjóðlög Finnlands og Íslands með Anna-Kaisa (fi), Önnu & Kristínu (ís)

Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst kl. 14:30 - 16:30
Hvar: Háskólanum á Akureyri

Anna Halldóra og Kristín Sigtryggsdætur kenna nokkrar stemmur sem þeim eru tamar og kærar. Námskeiðið nefna þær Stemmurnar hennar ömmu. Þú getur halað niður námsefninu með því að smella á titilinn. Anna-Kaisa mun kenna raddnotkun Ingria-sönghefðarinnar og sönglög við kalevala ljóðin. Ef tími gefst til mun hún einnig kenna þjóðlög frá vesturhluta Finnlands.

Kvæðalag  eða Stemma er lagstúfur notaður til að flytja íslenskan kveðskap,  rímureða lausavísur.  Þegar stemma er flutt er það kallað að kveða.  Stemman skiptir ekki höfuðmáli  heldur er notuð til að gera flutninginn skemmtilegri og undirstrika boðskap þess sem verið er að flytja.  Þekktar stemmur skipta samt  hundruðum.  Á þeim  tímum sem þessi list var mest stunduð voru ekki til græjur til upptöku og aðeins örfáir þekktu til nótnaskrifa.  Stemmurnar voru því aðeins til í munnlegri geymd og lærðust mann fram af manni.  Víst er að hver kvæðamaður hafi sett sitt einkenni á lögin og kannski hafa þau ekki alltaf lærst rétt. Það er því ljóst er að þau hafi tekið töluverðum breytingum í gegn um tíðina.  Þegar rímnakveðskapur komst úr tísku sem var á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, fór mörgum að þykja stemmur gamaldags og sveitó. Þær hurfu þó aldrei aldrei alveg og enn er að finna fólk sem ólst upp við kveðskap og hefur hann í blóðinu. Sú skoðun hefur lengi viðgengist meðal íslendingaað tónlistararfur þeirra sé heldur lítill og ómerkilegur. Tónlistarmenning landsmanna hafi verið frumstæð og vanburða öldum saman og ekki rétt úr kútnum fyrr en um miðja 20. öld. Víst var söngur og hljóðfærasláttur Íslendinga með allt öðru móti en gerðist á meginlandi Evrópu fyrr á öldum en við nánari skoðun kemur í ljós að tónlistarlíf á Íslandi var margbrotnara og fjölbreyttara en margan hefði órað fyrir. Það sem einna helst háir Íslendingum er hversu illa þeir þekkjum eigin tónlistararf. 

Anna-Kaisa LiedesAnna-Kaisa Liedes (1962) heillaðist snemma af þjóðlagatónlist og byrjaði ung að syngja og spila á hljóðfæri. Hún tók meistaragráðu í tónlist við Síbelíusar akademíuna árið 1989, þar sem harpa og söngur voru hennar aðal námsgreinar, og árið 2005 tók hún doktorspróf við sama háskóla. Doktorsgráðan samastóð af ritgerð og fimm tónleikum þar sem Anna-Kaisa samdi tónlistina, stjórnaði og flutti ásamt öðrum tónlistarmönnum. Anna-Kaisa hefur haldið fjölda tónleika víða um heim, bæði sem einsöngari/einleikari og sem meðlimur í hljómsveit. Hún kennir söng við þjóðtónlistardeild Síbelíusar akademíunnar og tekur þátt í mörgum tónlistarverkefnum sem má lesa um hér.

Kristín SigtryggsdóttirKristín og Anna Halldóra Sigtryggsdætur eru fæddar á Húsavík, Kristín árið 1960 en Anna Halldóra 1965. Þær ólust upp í Haga og í Fornhaga í Aðaldal til ársins 1971 er þær fluttust til Akureyrar með  móður sinni Önnu Fornadóttur og eldri systur Margréti. Kveðskapinn lærðu þær af móðurömmu sinni Margréti Hjálmarsdóttur sem bjó í Fornhaga til ársins 1965 er hún fluttist til Reykjavíkur. Margrét var fædd árið 1918 og var dóttir hjónanna Hjálmars Lárussonar og Önnu Halldóru Bjarnadóttur, sem voru miklir kvæðamenn. Hjálmar var sonur Sigríðar Bólu-Hjálmarsdóttur sem var þekkt skáld og kvæðamaður.

Þær systur kváðu ekki mikið sem unglingar og var það ekki fyrr en þær urðu fullorðnar sem kvæðaáhuginn kviknaði fyrir alvöru. Þær hlustuðu mikið á kveðskap ömmu sinnar, hennar systkina og langafa síns Hjálmars Lárussonar. Þær lærðu af þeim listina og hafa reynt að halda í hefðina óbreytta.

Kristín og Anna Halldóra eru stofnfélagar í Kvæðamannafélaginu Gefjuni sem var stofnað á Akureyri í nóvember 2005. Eftir það hafa þær komið fram við hin ýmsu tækifæri og miðlað þessari fornu hefð. Kristín stóð fyrir þjóðlagatónleikum í mars 2012 sem tókust mjög vel og var þar blandað saman kveðskap og þjóðlagasöng. Ekki var eingöngu um íslensk þjóðlög að ræða heldur voru sungin þjóðlög frá Eistlandi, Færeyjum og Hollandi af þarlendum tónlistarmönnum búsettum á Íslandi. Kristín og Anna Halldóra hafa mikinn áhuga á því að miðla og kenna hina gömlu kvæðahefð og taka fagnandi hverju tækifæri sem gefst til kynningar. Þær hafa gaman af því að kveða saman því raddir þeirra hljóma mjög líkt þannig að stundum er eins og verið sé að hlusta á eina rödd.

Nokkuð er til af upptökum með kveðskap þeirra systra, meðal annars varðveitt í Þjóðlagasetri Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði. Eins er hægt að hlusta á þær á youtube.com á tónleikunum „Kveðum krabbann í kútinn“ sem haldir voru til styrktar stofnfélaga Gefjunar George Hollanders. Eins má finna kveðskap Kristínar á ismus.is, ásamt heilmiklu efni með kveðskap Margrétar Hjálmarsdóttur og Harðar Bjarnasonar seinni manns hennar.

Um Kveðskaparlistina og þjóðlagaarfinn:
Kvæðalag eða Stemma er lagstúfur notaður til að flytja íslenskan kveðskap,  rímur eða lausavísur. Þegar stemma er flutt er það kallað að kveða.  Stemman skiptir ekki höfuðmáli  heldur er notuð til að gera flutninginn skemmtilegri og undirstrika boðskap þess sem verið er að flytja. Þekktar stemmur skipta samt  hundruðum. Á þeim  tímum sem þessi list var mest stunduð voru ekki til græjur til upptöku og aðeins örfáir þekktu til nótnaskrifta. Stemmurnar voru því aðeins til í munnlegri geymd og lærðust mann fram af manni. Víst er að hver kvæðamaður hafi sett sitt einkenni á lögin og kannski hafa þau ekki alltaf lærst rétt. Það er því ljóst er að þau hafi tekið töluverðum breytingum í gegn um tíðina. Þegar rímnakveðskapur komst úr tísku sem var á síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu, fór mörgum að þykja stemmur gamaldags og sveitó. Þær hurfu þó aldrei aldrei alveg og enn er að finna fólk sem ólst upp við kveðskap og hefur hann í blóðinu. Sú skoðun hefur lengi viðgengist meðal íslendinga að tónlistararfur þeirra sé heldur lítill og ómerkilegur; tónlistarmenning landsmanna hafi verið frumstæð og vanburða. Víst var söngur og hljóðfærasláttur Íslendinga með allt öðru móti en gerðist á meginlandi Evrópu fyrr á öldum en við nánari skoðun kemur í ljós að tónlistarlíf á Íslandi var margbrotnara og fjölbreyttara en margan hefði órað fyrir. Það sem einna helst háir Íslendingum er hversu illa þeir þekkjum eigin tónlistararf.