Þjóðlög Normanna og Kelta með Unni (no) og Gillebríde (sc)

Gillebríde MacMillanHvenær: Fimmtudaginn 21. ágúst kl. 14:30 - 16:30
Hvar: Háskólanum á Akureyri
Námskeiðið er opið öllum.

Gillebrìde MacMillan kynnir nemendur fyrir gelísk-skoskri þjóðlagahefð og skoðar sérstaklega þjóðlög sem hann kallar "Waulking" söngva og "Mouth music" söngva. Nemendur þurfa ekki að kunna neitt í gelísku.

Unni Løvlid mun kenna þjóðsöngva frá vesturströnd Noregs, Sogn og Fjordane sýslu: Kúa-kall, barnasöngva, danslög, sálma og ef til vill lög sem finnast í hinum Norðurlöndunum en örlítið öðruvísi.

Gillebrìde MacMillan (MacIllMhaoil) er frá Suður-Uist sem er ein af eyjum Suðureyja við vestur strönd Skotlands. Móðurmál hans er gelíska og gelísk þjóðlög og menning eru honum í blóð borin. 
Gillebrìde stundaði nám í keltneskum fræðum við Glasgow Háskóla þar sem hann starfar nú sem fræðimaður og kennari.

Unni Løvlid

Unni Løvlid, söngrödd vesturstrandar Noregs, er fjölhæfur tónlistarmaður í úrvalsliði norskra þjóðtónlistarmanna. Hún ólst upp í litlum bæ, Hornindal, sem er í Sogn og Fjordane sýslu. Hún lærði tónlist og söng hjá eldriborgurum bæjarins, en aðal kennarar hennar og fyrirmyndir voru Marta Seljeset Frøland og Oline Løvlid, móðir Unni. Unni hefur ferðast með fjölbreytta tónleika dagskrá um Noreg og erlendis og kennt í Ole Bull Academíunni og Norska tónlistarháskólanum.