Samnorrænt sveitaball

Hvenær: Laugardagskvöldið 23. ágúst kl. 22:00 - 02:00
Hvar: Sjallinn að sjálfsögðu

Laugardagsarmbönd (rauð) og hátíðararmbönd (svört) gilda inn á ballið, en einnig verður selt inn á ballið sérstaklega. Aðgangseyrir er kl. 2.000.

Við og viðHljóðmsveitin Við og við með Einar Guðmundssson í fararbroddi mun hefja dansleikinn kl. 22:00 stundvíslega. Einnig munu hljóðfæraleikarar og dansarar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og dansarar Vefarans rifja upp dansana sem kenndir voru á námskeiðunum hátíðarinnar. Megin viðfangsefnið er "gömlu dansarnir" sem bárust frá Skandinavíu til Íslands á framanverðri 19. öldinni. Þar má telja vals, polka, skottís og vínarkruz svo eitthvað sé nefnt. Sveitina skipa Árni Ketill Friðriksson (trommur), Einar Guðmundson (harmonika), Finnur Finnsson (bassi), Hermann Ingi Arason (gítar/söngur), Hildur Petra Friðriksdóttir (harmonika) og Vígdís Jónsdóttir (harmonika).  Hljómsveitin var stofnuð í desember 2013 og kemur fram við og við. 

DansbandiðÁ miðnætti kemur Dansbandið á sviðið og sér um að halda öllum í stuði og úti á gólfinu til kl. 02:00.  Dansbandið hefur starfað í um 8 ára skeið, í núverandi mynd, leikið víða um land og alltaf fengið bestu viðtökur. Hljómsveitina skipa, frá vinstri, Haukur Már Ingólfsson gítar, Árni Þorvaldsson á Bassa, Einar Guðmundsson á harmonikku, Árni Ketill Friðriksson á trommur, Ragnheiður Júlíusdóttir söngur, og Ingólfur Jóhannsson hljómborð og söngur. Dansbandið leikur vinsæl lög sem allir þekkja allt frá 1950 til 2014 og markmiðið er að hafa sem flestar danstegundir, allt frá tjútt og jive, rokk og tvist, línudans, rúmbur, sömbur, bossanova, og svo gömlu dansana alla.

Alvöru sveitaballs stemming.
Koma svo! 
Takið fram dansskóna og allir út á gólfið.