Sigurður Sigurðarson (ís)

Hvenær: Laugardaginn 23. ágúst kl. 21:40
Hvar: Kaffi Akureyri 

Sigurður SigurðarsonSigurður Sigurðarson, dýralæknir er löngu landskunnur fyrir störf sín. Ekki er hann síður þekktur fyrir kveðskap, flutning á kvæðalögum og sögur af mönnum og málefnum. Sigurður er afbragðs kvæðamaður og ötull áhugamaður um að efla kveðskaparlistina. Hann hefur heimsótt grunnskóla og leikskóla til að kynna kveðskaparlistina fyrir ungu kynslóðinni og kveður oft á mannamótum og skemmtunum, gjarnan með konu sinni Ólöfu Erlu Halldórsdóttur.

Á hátíðinni Erfðir til framtíðar mun Sigurður kveða kvæðið eignað Agli Skallagrímssyni Höfuðlausn í heild sinni, ásamt nokkrum tvísöngslögum með konu sinni Ólöfu. 

Sigurður átti frumkvæði að því að stofnað var kvæðamannafélagið Árgali á Selfossi 8. mars árið 2010. Stofnendur voru 73 en eru nú farnir að nálgast 100. 

Sagan á bak við stofnun Árgala er þannig að Sigurður, búsettur á Selfossi, og Guðjón Kristinsson í Árbæ við Selfoss sóttu fundi reglulega hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni í Reykjavík. Þeir Guðjón höfðum fundið fyrir áhuga á Selfossi og víðar um Suðurland fyrir kvæðalist, en menn voru linir við að sækja fundi í Reykjavík. Þeir sammæltumst því um það að stofna "sitt eigið kvæðamannafélag" á Selfossi. Sigurður leitaði að nafni á nýja félagið og fann í Fornaldarsögum Norðurlanda nafnið Árgala. Árgali er sá sem fyrstur er með hugmyndirnar og fylgir þeim eftir, sá sem fer fyrstur á fætur og kallar til verka. Sá sem vekur menn af svefni.

Af starfsferli Sig­urðar er margt og mikið að segja, en í stuttu máli þá starfaði hann hjá yf­ir­dýra­læknisembætt­inu sem dýralæknir sauðfjár- og naut­gripa­sjúk­dóma og for­stöðumaður Rann­sókna­deild­ar dýra­sjúk­dóma, síðan hjá Mat­væla­stofn­un.

Eft­ir Sig­urð liggja fjöl­marg­ar grein­ar í er­lend­um vís­inda­tíma­rit­um og í ís­lensk­um fag­blöðum land­búnaðar­ins. Árið 2006 var hann sæmd­ur ridd­ara­krossi fyr­ir störf sín í þágu dýra­lækn­inga og sjúk­dóma­varna.

Hér má sjá þá félaga Sigurð og Steindór kveða tvísöngsstemmu. Upptakan var gerð fyrir Þjóðlagasetrið á Siglufirði.