Steindór Andersen og Þór Sigurðsson (ís)

Steindór og ÞórTveir magnaðir kvæðamenn Steindór Andersen og Þór Sigurðsson leyfa áheyrendum að heyra brot af því allra besta sem kveðskaparlistin hefur upp á að bjóða. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri! Eingöngu á Galatónleikunum.

Þór Sigurðsson er fæddur 9. júní 1949 á Akureyri og alla tíð átt heima þar. Hann starfaði við prentiðn í 30 ár og síðan á Minjasafninu á Akureyri. 12 ára gamall fór Þór í sveit að Grímstungu í Vatnsdal, þar sem kvæðamennska var í heiðri höfð. Þar lærði Þór að kveða enda allir úrvals kvæðamenn á þeim bæ. Hann var einn af stofnendum Kvæðamannafélagsins Gefjunar á Akureyri og hefur oft komið fram við að syngja og kveða, einkum með hinum frábæra vindlurksleikara George Hollanders, sem kvaddi þennan heim á þessu ári.

Steindór Andersen er án efa þekktasti kvæðamaður Íslands. Áhugi hans í rímnakveðskap vaknaði snemma og leiddi hann í Kvæðamannafélagið Iðunni þar sem hann var formaður til margra ára. Steindór hefur kennt fólki á öllum aldri kveðskaparlist, haldið tónleika víða um heim og gert garðinn frægan með Sigur Rós.