Námskeið 10

Námskeið 10 - Sungið og kveðið af hjartans list með Gefjuni og Rímu

Laugardaginn 13. júní, kl. 10:00 - 12:00 í Deiglunni
Hæfniskröfur: Allir velkomnir

Kvæðamannafélögin Gefjun og Ríma munu kenna uppáhaldskvæðalögin sín á þessu námskeiði. Starfssvæði Rímu er Fjallabyggð og Gefjunar er Akureyri og næsta nágrenni. Bæði hafa þessi félög verið stafandi um ára bil og kunna fjöldan allan af stemmum.

Komdu og lærðu að kveða skemmtilegar, angurværar og fallegar stemur sem lifað hafa með landsmönnum um aldir.

Gefjun Ríma