Námskeið 11

Námskeið 11 – Komið og skoðið hljóðheim tónanna með Gillian Stevens og Erni Magnússyni

Laugardaginn 13. júní ,kl. 10:00 - 12:00 í Rósenborg við Skólastíg
Hæfniskröfur: Allir velkomnir

Námskeiðið byggir á hugmyndum sem Gillian hefur þróað í starfi sínu sem músíkþerapisti. Skoðað verður hvernig við tengjumst tónlistinni, hvernig við hlustum og hvernig við tjáum okkur. Þátttakendur fá tækifæri til að vera spaugsamir, skapandi og einnig vonandi hugsi.

Komið með hljóðfæri eða bara röddina. Hægt verður á fá lánuð nokkur hljóðfæri til að spila á.

Örn Magnússon  Gillian Stevens