Námsekið 3

Námskeið 3 – gítarnámskeið – útsetnig á þjóðlögum fyrir sóló gítar með Dylan Fowler

Dylan FowlerHæfniskröfur: framhaldsstig

Tækifæri til að kanna taktmöguleika með því að skoða þjóðtónlist Kelta (einkum frá Wales) og hvernig hún virkar á aðra þjóðtónlist t.d. frá Balkanskaga og Norðurlöndum. Einnig tækifæri til að kanna hljóma og laglínumöguleika sem felast í þessari tónlist. Þetta verður gert með því að líta á leiðir til að útsetja þjólega tónlist fyrir sóló gítar. Dylan Fowler hefur gert þrjú albúm hjá hinu virta þýska fyrirtæki Acoustic Music Records. Nýjasta platan heitir A Passionate Landscape.

Hann hefur ferðast sem einleikari í Kanada, Indlandi, Ungverjalandi, Serbíu, Búlgaríu, Þýskalandi, Noregi, Frakklandi og Ítalíu leikið með mörgum tónlistarmönnum í áranna rás og tekið þátt í ýmsum tónlistarhátíðum. Einnig hefur Dylan haldið námskeið í Patagóníu, Kanada, Búlgaríu og Finnlandi.

Nýlega stofnaði Dylan Celtic Guitar Journeys Trio með Ian Melrose (frá Skotlandi) og Soig Siberil (frá Bretagne). Fyrsta plata þeirra kemur út árið 1916.