Anna Fält

Anna FältAnna Fält frá Finnlandi opnar fyrir áheyrendum heillandi og margslunginn hljóðheim sænskra og finnskra þjóðlaga með röddinni einni saman!

Anna Fält frá Finnlandi er söngvari og söngkennari sem elskar norræna þjóðlagatónlist. Undanfarin ár hefur hún haldið fjölmarga tónleika þar sem stórkostleg rödd hennar og heillandi sviðsframkoma hafa sigrað hjörtu áheyrenda. Anna hefur sérhæft sig í sönghefðum Finnlands og Svíþjóðar þar sem hún sameinar bjarta söngrödd sænska þjóðlagastílsins og djúpa og seiðandi raddbeitingu austur-evrópu. 

Auk einsöngstónleika hefur Anna tekið þátt í samstarfi með stórum og litlum tónlistar- og fjöllistahópum, kennt þjóðlagasöng og starfað sem blaðamaður.