Þjóðdansahópur frá Danmörku

DanirÞessi þjóðdansahópur er samsettur til þess eins að koma á Vöku hátíðina. Í hópnum eru dansarar og hljóðfæraleikarar frá hinum ýmsu danshópum á Fjóni og Ærø, sem gefur mikinn fjölbreytileika, bæði í sporum, hraða og uppbyggingu dansanna.Hópurinn telur 18 manns, þar með talinn leiðbeinandi og hljóðfæraleikarar, 2 fiðluleikarar og einn harmonikaleikari. Flestir dansaranna hafa mikla reynslu af að dansa og hafa ferðast víða og kynnt danska þjóðdansa. 

Búningar:

Það fyrsta sem maður rekur augun í þegar danskir þjóðdansahópar koma fram er hversu fjölbreyttir búningar þeirra eru. Það er nefnilega ekki til einn sérstakur danskur þjóðbúningur, heldur eru búningarnir svæðisbundnir og koma þeir úr gamla bændasamfélaginu. Þeir búningar sem við notum eru frá ca. 1850 og það eru aðallega sparibúningar bændanna sem þjóðdansafólk eftirlíkir. Dansari velur sér oftast búning frá sínum fæðingarstað, eða svæði sem hann er tengdur á annan hátt.

DanirBúningurinn var, í eðli sínu, eins uppbyggður, alls staðar í landinu, en hinir ýmsu hlutar hans ólíkir að útliti frá einu svæði til annars. Alltaf var hægt að sjá á höfuðbúnaði kvenna hvort kona var gift eða ógift/meyja. Einnig var hægt að sjá á höfuðbúnaðinum hvaðan stúlka/kona kom. Þær gátu vel átt kjól sem var notaður hvar sem var í landinu, en höfuðbúnaðurinn var alltaf svæðisbundinn.

Höfuðbúnaður karla var oftast húfa, en þó heyrði hattur til sparibúningsins. Húfurnar voru oftast rauðar, einlitar, en á einni litlu eyjunni í suðurfjónska eyjahafinu, Lyø, hefur einhverntíma verið sérdeilis góð prjónakona, sem prjónaði marglitar ullarhúfur, þær hafa haldist sem sérkenni þess svæðis, sjölitar. 

Það má til gamans geta að börnum verður oft starsýnt á dansarana, þar sem þeir eru saman komnir, ekki síst út af rauðu húfunum.

Danski búálfa/jólasveinabúningurinn er hreint út sagt hvernsdagsbúningur bóndans frá byrjun 18. aldar. Rauð prjónahúfa, grátt sítt vesti og hnébuxur, gráir ullarsokkar og tréklossar.

Spariskór bæði karla og kvenna, voru svartir leðurskór með silfurspennu.