Dråm

DråmErik Ask-Upmark og Anna Rynefors í sænska dúettinum Dråm, spila á hörpu, nickelhörpu og sænskar sekkjapípur. Fersk og spennandi túlkun á norrænni þjóðtónlist, fantagóð spilamennska og skemmtileg sviðframkoma hefur gert þau að einni vinsælustu þjóðagasveit norðurlanda. Með heillandi sviðsframkomu og gáska flytja þau norræna þjóðtónlist á skemmtilega hátt sem höfðar til áheyrenda hvar sem er.

Þau eru bæði "riksspelmän" (virðingarheiti yfir bestu hefðbundnu hljóðfæraleikara Svíþjóðar) og hafa farið í tónleikaferðir víða um Evrópu og Bandaríkin. 

Kyrrðin í sænsku landslagi speglast í ljúfum laglínum þessa hæfileikaríka dúetts. Seiðandi hljómur hljóðfæra, sem leikið er á með glæsibrag - harpan, sem Erik er að endurvekja eftir hundrað ára svefn, Nykkelharpan sem heillar áheyrendur með einstökum hljómi sínum og loks hinar lítt þekktu sænsku sekkjapípur sem eru mun mildari en skoski frændi þeirra.

Dråm nálgast sænska þjóðtónlist með ást og virðingu, setur hana glæsilega umgjörð nútímans án þess að hún glati nokkru af innra eðli sínu.