Taith Dúó

Dylan Fowler & Gillian StevensGillian Stevens og Dylan Fowler í tvíeikinu Taith hafa mjög ólíkan tónlistarbakgrunn sem hefur leitt þau út á ókannaðar brautir og gefur tónlist þeirra heillandi hljóm. Dylan er heimsþekktur gítarleikari með áhuga á heims- og jasstónlist, en Gillian sem er sérfræðingur í miðalda og nútíma klassískri tónlist, er þekkt sem tónskáld. Sameiginlegan þráð finna þau í þörfinni fyrir að hafna venjulegum tónlistarstílum og áhuga á hefðbundinni tónlist heimalandsins, Wales, sem þau túlka á einstakan og ögrandi hátt. Það sem eykur enn frekar á sérstakan hljóm tónlistar þeirra er mikil reynsla af að spila með tónlistarmönnum frá ýmsum heimshornum

Þau hafa komið fram á hátíðum í Finnlandi, Grikklandi, Ítali, Belgíu og Bulgaríu; tekið þátt í erlendu samstarfi  eins og með norsku söngkonunni Asne Valland-Nordli og með Nicolai Ivanov tóku þau þátt í Salon des Arts hátíðinni í Sofia. Þau vinna einnig reglulega með finnska tónlsitarmanninum Timo Väänänen og eru þá tríóið Taith, en gestir hátíðarinnar Tradition for Tomorrow á Akureyri í ágúst 2014 fengu að kynnast Timo með tríóinu Suunta og ásamt Rauno Nieminen í Ontrei.

2012 - 13 sáu Dylan og Gillain um tónlistina í leikverki byggðu á Grímsæfintýrum, “The Three Snake Leaves”, í samstarfi við The Company of Story-tellers.

Nýjasta samstarfsverkefni Dylans er "Celtic Guitar Journeys" með gítarleikurunum Soig Siberil og Ian Merlose. Gillian er í samstarfi með finnska danshöfundinum, Paivi Jaarvinen að skapa leikverkið "Babeldance". Einleikskonsert Gillians fyrir kantele og kammersveit er um þetta leyti að koma út á geisladiski þar sem Timo Väänänen er sólistinn.

Dylan og Gillian hafa mikla reynslu í að kenna börnum og fullorðnum tónlist og nota mendocello, trommur, klarinett, gítar, víólu da gamba, víólu og hið forna crwth frá Welsh til að skapa töfrandi andrúmsloft á tónleikum sínum.

Geisladiskurinn þeirra "Still and Still Moving" er fáanlegur hjá Taith records.