Jackie Oates

JACKIE OATES er þjóðlagasöngkona og fiðlari frá Englandi. Einstakur söngstíll og björt og heillandi rödd hafa komið Jackie í fremstu röð ungra þjóðlagasöngvar Englands.

Jackie OatsSíðan hún komst í úrslit í keppni þjóðlagasöngvara útvarpstöðvar BBC árið 2003 hefur hún verið eftirsótt á tónlistarhátíðum um allt England og víðar, bæði ein og sér og með hljómsveit. 

Árið 2008 fékk geisladiskur Jackie The Violet Hour glimrandi móttökur og komst á topp tíu á Mojo listanum fyrir þjóðlagaplötur ársins. Næsti geilsadiskur, Hyperboreans, var gefin út víða í Evrópu og einnig í Japan og Ástralíu. Geisladiskurinn Hyperboreans komst í 5. sæti Mojo listans um besta þjóðlagadisk ársins; hann var tilnefndur besti þjóðlagadiskur ársins af gagnrýnendum tímaritisins fRoots; lag af diskinum, Isle of France, var tilnefnt sem besta hefðbundna lag ársins á geisladiski; Hyperboreans varð til þess að Jackie var tilnefnd sem besta þjóðlagasöngkona ársins.

Í september 2011 gaf EEC út geisladiskinn hennar Jackie Saturmine. Jackie fylgdi diskinum eftir með tónleikum um allt Bretland og erlendis og fyllti tónleikasali tónlistarhátíða. Sala á geisladiskinum Saturmine fór langt fram úr sölutölum fyrri geisladiska Jackie.

Árið 2012 hóf Jackie rannsóknir á sérstökum anga þjóðlaga, vögguljóðum. Hún safnaði vögguljóðum út allt England og víðar og er safnið nú geymt í bókasafninu Vaughan Williams Memorial Library sem er til húsa í Cecil Sharp House í London. Geisladiskur Jackie, Lullabies, com út í mars 2013 hjá EEC útgáfufyrirtækinu. Nýjasti geisladiskur Jackie, The Spyglass & the Herringbone, kemur út í apríl á þessu ári.