Minna Raskinen

Minna RaskinenFinnski kantelesnillingurinn, Minna Raskinen hefur spilað á þjóðarhljóðfærið kantele síðan hún var 10 ára gömul og er einn helsti kantele-hljóðfæraleikari Finnlands. Hún hefur ferðast með einleikstónleika og fyrirlestra til rúmlega 30 landa, starfað með tónlistarmönnum og dönsurum frá ólíkum löndum, s.s. Norðurlöndum, Indlandi og Afríku og samið tónlist fyrir dans, leikhús og kvikmyndir.

Hún lauk meistaragráðu frá þjóðtónlistardeild Síbelíusar Akademíunnar árið 1995 og "licentiate" gráðu árið 2006. Frá 1996 til 2010 var Minna fyrirlesari og deildarstjóri þjóðtónlistardeildarinnar við University of Applied Sciences í Kokkola í Finnlandi. Frá 2010 til 2013 vann hún hjá Regional Arts Council í suð-austur Finnlandi og árið 2011 stofnaði hún Lempo þjóðlistahátíðina í Kouvola þar sem hún er nú listrænn stjórnandi. Síðan 2014 hefur hún starfað sem hljóðfæraleikari og tónskáld.

Minna hefur gefið út tvær einleiksplötur og er nú að vinna að þeirri þriðju.