O'shea-Ryan dansskólinn

O'Shea-RyanO'Shea-Ryan írsku dansararnir frá Ástralíu hafa starfað í meira en 60 ár og eiga sér afsprengi víða um Victoriufylki í Suður-Ástralíu. Á ferli danshópsins hafa komið fram margir afburða dansarar.

Dansararnir klæðast fallegum, litríkum búningum með keltnesku munstri; fjörugur og þróttmikill dansinn, sem stiginn er við fjöruga írska tónlist, hefur ævinlega náð hylli áhorfenda og vakið mikla ánægju. Aldur dansaranna er allt frá mjög ungu fólki til eldri þátttakenda sem eru ungir í anda. Stundum er dansað á mjúkum skóm en einnig í skóm með hörðum sólum og þeim þá stappað í takt við fjörlega tónlistina.

O'Shea-RyanÁ ferli sínum hafa félagar danshópsins komið fram um alla Ástralíu, Evrópu og Asíu og  tekið þátt í  þjóðlistahátíðum í Tyrklandi,  Austurríki, Svíþjóð, Nepal, Niðurlöndum, Tékkneska lýðveldinu, Þýskalandi, á Sikiley, Írlandi, Ítalíu og ferðast með danssýningar um Japan.

Aðalstjórnandinn Geraldine Ryan TCRG, ADCRG er mikilhæfur leiðbeinandi, danshöfundur og prófdómari.  Hún hefur setið í dómarasæti  á alþjóðlegum þjóðlistahátíðum  í Munchen, Bavaríu, Ástralíu, Jóhannesarborg, Bandaríkjunum, á Írlandi, Spáni og Nýja Sjálandi.