Wendy Stewart

Wendy StewartSkoski hörpuleikarinn Wendy Stewart hefur leikið á hefðbundna hörpu í meira en fjörutíu ár, en á hana lærði hún á unga aldri í Edinborg undir handleiðslu hinnar innblásnu Jean Campbell. Einnig lagði hún stund á nám í konsertínu-leik  á unglingsárum sínum. Á þeim árum sem hún hefur komið fram sem flytjandi, kennari, þátttakandi í samleik og sem söngvari, hefur hún náð stílbrögðum og efnistökum, sem spanna skoskar hefðir og ná auk þess til tónlistar fjölmargra annarra landa.

Hún hefur komið víða fram, ekki síst með hljómsveitinni Ceolbeg, sent frá sér þrjár einleiksplötur á vegum Greentrax, nokkrar bækur um tónlist og geisladiskinn "Hinterlands" í samvinnu við hinn þekkta sekkjapípuleikara Gary West.

Í ellefu ár kenndi hún hörpuleik við Konunglega tónlistarskólann í Skotlandi og  kennir fúslega nemendum á öllum stigum allt frá byrjendum til þeirra sem komnir eru að lokaprófi, í Lewis, Gretna og miklu víðar. Hún er tónlistarstjóri Moniaive Folk Festival og vinnur sem stendur að nokkrum verkefnum í samvinnu við listamenn í Dumfries og Galloway.