Námskeið 2

Námskeið 2 – Danslög  frá Svíþjóð og Íslandi með Erik Ask-Upmark & Anna Rynefors í Dråm og Benjamin Bech.

Fimmtudaginn 11. júní, kl. 10:00 - 12:00 í Rósenborg við Skólastíg
Hæfniskröfur: Grunnþekking í hljóðfæraleik

Vinsældir norrænnar þjóðlagatónlistar hafa aukist mikið á undanförnum áratugum. Á þessu námskeiði munt þú læra að spila nokkur af skemmtilegustu þjóðlögum Svíþjóðar, Danmerkur og Íslands. Erik and Anna (Dråm) frá Svíþjóð spila á mörg hljóðfæri og kunna að spila ótalmörg þjóðlög frá Svíþjóð og Danmörku. Þau munu kenna sum af sínum uppáhalds lögum. Benjamin hefur verið að rannsaka íslensk fiðlulög sem dansað var við, en mörg þeirra komu frá Danmörku og Svíþjóð. Hann mun kenna sum þessara laga.

Komdu með hljóðfærið þitt og lærðu skemmtileg lög. Öll lögin verða kennd eftir eyranu en sum verða einnig fáanleg á nótum.

Mælt er með því að nemendur taki með sér upptökutæki.

Benjamin Bech  Dråm