Hadda (Guðrún Bjarnadóttir)

HaddaHadda, Guðrún H. Bjarnadóttir, er fædd 1949. Stundaði nám í Eskilstuna folkhögskola og vefnað í KomVox Svíþjóð, 1986-87 , við Myndlistaskólann á Akureyri, málunardeild, 1987-1991og lauk kennaranámi við Listaháskóla Íslands auk ýmissa námskeiða. Hún vinnur ýmist við málverk, vefnað eða ljósmyndun.

Hadda hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga. Haldið námskeið og kennt víða, aðallega handmennt en einnig myndlist. Tekið að sér sýningastjórn og haldið fyrirlestra.

Hadda hefur rekið gallerí ásamt öðrum, fyrst í Svíþjóð 1984-1987, Grófina, opin vinnustofa og gallerí í Listagilinu á Akureyri 1992-1995 og Samlagið-listhús einnig í Listagilinu 1997-2005. Nú rekur hún eigið galleri og vinnustofu Dyngjuna-listhús í Eyjafjarðarsveit.

Hadda mun kenna Námskeið 4, Fimmtudagur 16. júní kl. 14:00 - 16:00 í Dyngjunni-listhúsi í Eyjafjarðarsveit.

Lausavasa notuðu konur m.a. við faldbúningana á 18. og 19. öld og geymdu í þeim lykla, nálhús, hníf og fl.. Þeir voru gjarnan mikið skreyttir með útsaum en einnig einfaldir og þá hafðir undir svuntunni. Mun þessi tíska hafa haldist fram á aldamótin 1900, en svipaða vasa báru konur víða í Evrópu. Boðið verður upp á örnámskeið í að sauma lausavasa og armbönd í blómstursaum sem gjarnan var saumaður í faldbúningspilsin.

Dyngjan-listhús er við fjallsrætur Kerlingar í landi Fífilbrekku Eyjafjarðarsveit, í forna Grundarreit milli Hólshúsa og Holtsels.
Hnit: 65° 31,661'N, 18° 9,293'W (ISN93: 539.078, 559.091)
Upplýsingar í síma 899 8770 og gudrunhadda@gmail.com

Lausavasar