Joanna Hyde

Joanna HydeJoanna Hyde kemur á Vöku með meðlimur í Tríói Mahrhi Baird. Joanna er  mjög fær fiðluleikari og söngvari frá Colorado í Bandaríkjunum. Hún ólst upp við hefðbundið fiðluspil alþýðunnar, bluegrass og texas swing, en lærði jafnframt klassískan fiðluleik. Árið 2011 var hún ein af 10 nemendum frá öllum Bandaríkjunum sem fengu verðlaun frá Jack Kent Cooke sjóðnum til að stunda meistaranám í írskum fiðluleik við Háskólann í Limerick. Joanna hefur haldið tónleika vítt og breitt um Bandaríkinn og Írland.

Hún kennir írska og Bandaríska fiðlutónlist á námskeiði 2 ásamt norska fiðlueikaranum Jo Einar Jansen