Marit Steinsrud og Stein Villa

Marit & SteinMarit ólst upp hjá þjóðtónlistarfjölskyldu í Valdres, en Stein er borgarstrákur frá Osló. Sem ung stúlka lærði Marit þjóðlög af langspilsleikurum í þorpinu og var fljót að tileinka sér stíleinkenni þeirra og tækni. Þegar fram liðu stundir varð Marit eftirsóttur og mikilsvirtur kennari, einleikari og fyrirlesari enda frábær hljóðfæraleikari sem þekkir hefðina flestum betur. Hún ferðast víða um heim sem einleikari og kennari.

Stein hefur sama áhuga og Mart á því að viðhalda þekkingu á hefðbundinni tónlist og hljóðfærum. Hann hefur endurgert spilatækni og lagaval fyrir hörpuna og hefur sérstakan hæfileika til þess að finna út hvernig best sé að spila á ólíklegustu hljóðfæri. Stein er mikilsvirtur og fjölhæfur tónlistarmaður.

Marit og Stein eru reynslumiklir og virtir tónlistrmenn. Verkefnaval þeirra samanstendur af hefðbundnum norskum lögum og frumsömdum með rætur í hefðinni, spiluðum á okkar elstu hljóðfæri. Samhljómur langspilsins og hörpunnar er alveg einstakur - í senn forn og tímalaus - og minnir okkur á að við erum þátttakendur í lifandi hefð. Þegar Marit og Stein bjóða þér inn í tónlistarheim sinn verður upplifunin náin og persónuleg.

Á námskeiði 1 kenna Stein og Marit norsk sönglög sem upprunalega voru lög fyrir hljóðfæri.