Tríó Mharhi Baird

MharhiÞessir ungu tónlistarmenn, sem hittust fyrst í Irish World Academy of Music & Dance í Limerick á Írlandi, hafa mikla ástríðu fyrir hefðbundinni tónlist frá ýmsum stöðum í heiminum. Þau vinna með sinn persónulega og sameiginlega tónlistararf, sem hljóðfæraleikarar, kennarar og tónskáld, og fara ótroðnar slóðir í túlkun sinni á hefðinni. Útkoman er einstök blanda af gömlu og nýju.

Mharhi Baird frá Ayrshire í Skotlandi er hæfileikaríkur flautuleikari, banjóspilari og söngvari. Hún lærði á flautu hjá hinum virta skoska flautuleikara Iain MacDonald, hefur BA gráðu í skoskri tónlist frá Royal Conservatoire of Scotland og MA gráðu í hefðbundinni írskri tónlist frá Háskólanum í Limerick. Mharhi hefur tvisvar fengið verðlaun frá Dewar Arts Awards stofnuninni og hefur ferðast víða um Evrópu og Bandaríkinn sem hljóðfæraleikari og kennari.

Mharhi kennir írska og skoska flaututónlist á námskeiði 6.

Tadhg Ó Meachair frá Dublin er virtur og þekktur píanó- og harmonikkuleikari. Írskan er hans móðurmál og hann er meðlimur í hinni vinsælu írsku hljómsveit Goitse, samhliða því að vera kennari í Irish World Academy of Music & Dance. Tadhg er sigurvegari í landskeppni píanóleikara á Írlandi og hefur haldið tónleika víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Afríku og Kína.

JohannaTadhgJoanna Hyde frá Colorado í Bandaríkjunum er mjög fær fiðluleikari og söngvari. Hún ólst upp við hefðbundið fiðluspil alþýðunnar, bluegrass og texas swing, en lærði jafnframt klassískan fiðluleik. Árið 2011 var hún ein af 10 nemendum frá öllum Bandaríkjunum sem fengu verðlaun frá Jack Kent Cooke sjóðnum til að stunda meistaranám í írskum fiðluleik við Háskólann í Limerick. Joanna hefur haldið tónleika vítt og breitt um Bandaríkinn og Írland.

Mharhi-soundcloud Joanna Hyde Johanna_Tadhg