Tadhg Ó Meachair

Tadhg O MeahairTadhg Ó Meachair kemur á Vöku sem meðlimur í Tríói Mharhi Baird, en hann er virtur og þekktur píanó- og harmonikkuleikari frá Dublin. Írskan er hans móðurmál og hann er meðlimur í hinni vinsælu írsku hljómsveit Goitse, samhliða því að vera kennari í Irish World Academy of Music & Dance. Tadhg er sigurvegari í landskeppni píanóleikara á Írlandi og hefur haldið tónleika og námskeið víða í Evrópu, Bandaríkjunum, Afríku og Kína.

Tadhg mun kenna írsk þjóðlög fyrir harmonikku á námskeiði 3.