Námskeið 1

Guðrún IngimundardóttirFimmtudagur 16. júní kl. 10:00 - 12:00 í Deiglunni í Listagilinu

Söngur: Á námskeiðinu verða kenndir tvísöngvar og Norsk danslög og vögguvísur til söngs
Kennarar: Guðrún Ingimundardóttir, Stein Villa og Marit Steinsrud
Engrar söngreynslu er krafist og allir eru velkomnir.

Tvísöngur er eitt merkasta fyrirbæri þjóðlagaarfs okkar. Hann hefur viðhaldist á Íslandi í a.m.k. sjö aldir og það var ekki fyrr en á 20. öld sem við Íslendingar fóru að týna honum niður. Með tvísöng er átt við söng þar sem tvær raddir hreyfast samstíga og oft í fimmundum. Tvísöngvar eru oft í lýdiskri tóntegund, sem hljómar einkennilega í eyrum okkar í dag. Flokka má tvísöng í tvær tegundir. Sú tegund tvísöngs sem heyrist oftar hefur 1. og 3. ljóðlínu (af fjórum) einraddaðar, en í 2. og 4. ljóðlínu bætist við fylgirödd sem hreyfist í samstíga fimmundum fyrir ofan laglínuna. Hin tegundin er með þeim ósköpum gerð að laglínan hefur fylgirödd frá byrjun til enda sem er ýmist fyrir ofan eða neðan laglínuna. Í sumum tvísöngvum krossar fylgiröddin laglínuna oft, en í öðrum bara einu sinni. Á námskeiðinu verða kenndir nokkrir tvísöngvar af hvorri tegund.

Marit & Stein

Norsk danslög og vögguvísur: Í norskri tónlistarhefð eru sönglög stundum spiluð á hljóðfæri og hljóðfæratónlist sungin. Marit og Stein munu sýna hvernig þetta er gert og kenna bæði danslög og vögguvísur sem í upphafi voru spiluð á langelek og fiðlu.

Marit og Stein spila hefðbundna tónlist og eigin lög á elstu þjóðarhljóðfæri Noregs. Sem ung stúlka lærði Marit lög af gömlum langeleik spilurum í Valders. Stein, sem er frá Ósló, hefur endurskapað spilatækni norsku hörpunar og fleiri fornra hljóðfæra. Samhljómur hörpunnar og langeleik er ógleymanlegur og tímalaus.

Guðrún Ingimundardóttir er tónlistarkennari í Tónskóla Fjallabyggðar þar sem hún m.a. kennir kveðskap og tvísöng. Hún er með doktorsgráðu í tónsmíðum/ tónlistarmannfræði frá University of Arizona og hefur haldið námskeið og fyrirlestra um kveðskap og tvísöngva innanlands og utan. Í vetur hefur Guðrún sett saman bók með 16 tvísöngvum og fylgir henni geisladiskur þar sem raddirnar hljóma hvor fyrir sig til að auðvelda lærdóminn. Bókin verður til sölu í hátíðarmiðstöð Vöku. Nemendur á námskeiðinu fá afslátt af bókinni.