Námskeið 6

Benjamin BechFöstudagur 17. júní kl. 10:00 - 12:00 í Tónlistarskólanum á Akureyri, Hofi.

Tréblásturshljóðfæri: Danslög frá Danmörku, Íslandi, Skotlandi og Írlandi
Kennarar: Benjamin Bech, klarinett, og Mharhi Baird, flauta
Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms.

Mharhi Baird

Íslensk danslög: Ísland á sér fiðluhefð sem fæstir vita um og fáir gera sér grein fyrir því að þessi lög eru hluti af norrænni danslagahefð með séríslensk einkenni og tilbrigði. Á námskeiðinu mun Benjamin kenna nokkur af þessum lögum sem festu rætur á Íslandi snemma á 19. öld og nú ganga í endurnýjun lífdaga vegna vaxandi áhuga á íslenskri þjóðlagatónlist. Benjamín hefur verið að rannsaka þessa 200 ára gömlu hefð á undaförnum árum.

Írsk og Skosk danstónlist: Á námskeiðinu mun Mharhi (borið fram Varí) kynna fyrir nemendum danstónlist frá Írlandi og Skosku hálöndunum; fjalla um lagaúrvalið, spilatækni og sögu laganna. Sérstök áhersla verður lögð á hefðbundna tónlist fyrir sekkjapípur og keltnesk sönglög því flautuleikarar hafa sótt bæði spilatækni og lagaúrval þangað. Einnig verður talað um þróun flautuleiks á Írlandi og Skotlandi og áhrifamestu flautuleikararnir kynntir. Nemendur fá námsgögn í hendur en best er að taka upp á námskeiðinu.