Námskeið 5

Torgeir VassvikFöstudagur 17. júní kl. 10:00 - 12:00 í Deiglunni

Söngur: Hefðbundinn íslenskur kveðskapur, joik og yfirtónasögur
Kennarar: Bára Grímsdóttir og Torgeir Vassvik
Engrar söngreynslu er krafist.

Á námskeiðinu mun Torgeir Vassvik kenna undirstöðuatriði joiks, sem er hefðbundinn söngstíll Sama, og yfirtónasöng Síberíusléttunnar. Auk þessa mun Bára fræða nemendur um hefðbundinn íslenskan kvæðasöng og þann sérstaka söngstíl sem honum fylgir.

Torgeir Vassvik er sami sem kemur frá nyrsta skaga Lapplands, Gamvik í Noregi. Vassvik blandar saman hefbundnu joiki og hljómmikilum yfirtónasöng, spilar á gítar, munngýju, handtrommu og fleiri slagverkshljóðfæri. 

Bára GrímsdóttirBára söng- og kvæðakona, er einn virtasti flytjandi íslenskra þjóðlaga og nýtur einnig mikillar virðingar sem tónskáld. Hún ólst upp við söng og kveðskap, heyrði og lærði, allt frá barnæsku, kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Bára hefur lengi fengist við flutning á kvæðalögum og margs konar íslenskri þjóðlagatónlist, bæði veraldlegri og trúarlegri. Hún hefur unnið með ýmsum kvæðamönnum og tónlistarfólki og sem tónskáld og útsetjari hefur Bára iðulega nýtt sér íslensk þjóðlög sem uppsprettu eigin sköpunar.