Námskeið 2

Joanna HydeFimmtudaginn 16. júní kl. 10:00 - 12:00 í Tónlistarskólanum á Akureyri

Strengjahljóðfæri:  Kennd verða fiðlulög frá Írlandi, Bandaríkjunum og Noregi
Kennarar: Joanna Hyde, fiðluleikari og Jo Einar Jansen, fiðluleikari
Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms

Jo Einar Jansen

Á námskeiðinu mun Joanna byrja á því að sýna og fjalla um hefðbundna írska fiðlutónlist; lagaúrvalið, skreytingar, sögu og þróun tónlistarinnar og mismunandi flutningsmáta eftir landshlutum. Joanna mun kenna nokkur hefðbundin lög og þær skreytingar sem notaðar eru þegar lögin eru spiluð á fiðlu. Ef tími vinnst til mun hún segja frá áhrifum írskrar tónlistar á þjóðlagatónlist í Bandaríkjunum, s.s. bluegrass tónlist, "old-time" og þá fiðlutækni sem notuð er í Texas swing sem hún ólst upp við.

Jo Einar mun kenna lög frá sínu heimahéraði, Norður-Þrændalögum. Hann mun einnig fjalla um sameiginleg einkenni og sérkenni fiðlutónlistar á Norðurlöndum og ef tími vinnst til, kenna fiðlulög frá öðrum Norðurlöndum. Auk þess að stunda rannsóknir á fiðlutónlist í Noregi hefur Jo Einar rannsakað fiðlutónlist í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og á Eistlandi og hefur sérstakt dálæti á að bera saman fiðlutónlist þessara nágranna.