Námskeið 3

Tadhg Ó MeachairFimmtudagur 16. júní kl. 10:00 - 12:00 í Tónlistarskólanum á Akureyri

Harmonikka: Írsk þjóðlög fyrir harmonikku
Kennarar: Tadhg Ó Meachair og Ave Kara Sillaots
Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnstigs.

Tadhg Ó Meachair kennir írsk þjóðlög og fer í mismunandi tegundir og spilatækni fyrir harmonikku. Nemendurnir munu einnig upplifa hvernig þjóðtónlistarmenn á Írlandi spila saman á hefðbuninn hátt, hvernig spila á laglínur, hljómagang og bassalínu.

Ave Kara Sillaots mun kenna nemendum þjóðlög frá Eistlandi og fjalla um hefðbundna notkun harmonikkunnar í eistneskri þjóðlagatónlist.

Hvatt er til opinnar umræðu, skoðanaskipta og spurninga.

Kennt verður eftir eyranu en ef nemendur vilja þá geta kennararnir sent þeim nótur í netpósti eftir námskeiðið. Nemendur eru hvattir til að taka upp laglínur og leiðbeiningar á námskeiðinu og/eða glósa.