Námskeið 7

Barnaby WaltersFöstudagur 17. júní kl. 14.00 - 16:00. Staðsetning óákveðin

Dans: Balfolk-dans námskeið með lifandi tónlist.
Kennarar: Barnaby Walters frá Englandi, dansari og hurdu gurdy leikari, og Benjamin Bech frá Danmörku, klarinetleikari og dansari
Engrar dansreynslu er krafist

Benjamin BechBalfolk er tegund af dansi og tónlist sem hefur lifað og þróast í aldaraðir um alla Evrópu og lifir góðu lífi enn í dag. Balfolk stíllin hafnar hefbundnum hlutverkum kynjanna og sérstökum dansbúningum en snýst um flæðandi tengingu milli dansara og tónlistarmanna þar sem allir taka þátt í spunanum. Ef þér finnst þetta hljóma spennandi komdu þá og lærðu einföld grunnskref í dönsum eins og slängpolska, skottís, polka, vals, mazúrka og fleirum ef tími vinnst til. Einnig verður kynnt hvernig danspar vinnur saman og leiðir til að spinna og skapa skemmtileg og persónuleg tilbrigði við danssporin.

Það er ekki nauðsynlegt að koma með dansfélaga því sennilega dansa allir við alla hvort eð er.

Hvað er Balfolk?
Sjáðu hér:

Balfolk