Námskeið 8

Rósa JóhannsedóttirLaugardagur 18. júní kl. 10:00 - 11:30 í Deiglunni

Söngur: Námskeið fyrir börnin, mömmu, ömmu, afa og pabba - þulur, barnagælur og stemmur. 
Kennarar: Bára Grímsdóttir og Rósa Jóhannesdóttir
Engrar söngreynslu er karfist.

Rósa Jóhannesdóttir byrjaði snemma að læra á fiðlu og að syngja í kór. Áhugi á kvæðum og kvæðalögum kviknaði einnig snemma. Rósa fór að venja komur sínar hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni frá árinu 1997 og gekk fljótlega eftir það til liðs við félagið. Síðan hefur hún verið formaður Rímnalaganefndar og séð um kennslu á Kvæðalagaæfingum félagsins. Einnig starfar Rósa sem fiðluleikari,söngkona, tónlistarkennari og kórstjóri.

Bára Grímsdóttir Bára söng- og kvæðakona, er einn virtasti flytjandi íslenskra þjóðlaga og nýtur einnig mikillar virðingar sem tónskáld. Hún ólst upp við söng og kveðskap, heyrði og lærði, allt frá barnæsku, kveðskap foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Bára hefur lengi fengist við flutning á kvæðalögum og margs konar íslenskri þjóðlagatónlist, bæði veraldlegri og trúarlegri. Hún hefur unnið með ýmsum kvæðamönnum og tónlistarfólki og sem tónskáld og útsetjari hefur Bára iðulega nýtt sér íslensk þjóðlög sem uppsprettu eigin sköpunar.