Námskeið 9

BenjaminLaugardagur kl. 10:00 - 12:00 í Tónlistarskólanum á Akureyri

Hljómsveit: Komdu með hljóðfærið þitt og lærðu að spila íslensk danslög
Kennari: Benjamin Bech en aðrir listamenn Vöku verða líka með 
Nemendur þurfa að minnsta kosti að vera á lokastigi grunnáms 

Komdu með hljóðfærið þitt og lærðu að spila íslensk danslög með Benjamin Bech og örðum listamönnum Vöku. Fólk á öllum aldri og með öll órafmögnum hljóðfæri er velkomið. Þjóðlagatónlist er ekki bara fyrir fullorðið og gamalt fólk heldur alla sem vilja njóta þess að spila skemmtilega tónlist í góðum félagsskap. 

Ísland á danslagahefð sem fæstir vita um og fáir gera sér grein fyrir því að þessi lög eru hluti af norrænni tónlistarhefð með séríslensk einkenni og tilbrigði. á föstudaginn (á námskeiði 6) kenndi Benjamin tréblásurum nokkur af þessum danslögum en hér fá allir hljóðfæraleikarar tækifæri til að læra þessi skemmtilegu lög.