Aisling Ní Churraighín

Aisling Ní Churraighín Aisling Ní Churraighín er frá írsku mælandi Teileann, litlu héraði við suðvesturströnd Donegal, sem er þekkt fyrir gróskumikið tónlistarlíf og þjóðlega menningu. Aisling er tungumálakennari, spilar hefðbundna írska tónlist og vinnur að doktorsrannsóknum sínum.

Móðurmál Aisling er Írska og er hún er alin upp við írska sagnamennsku og virðingu fyrir þjóðlegum hefðum. Hún fór snemma að læra í tónlistarskóla hefðbundinnar tónlistar, Scoil Cheoil Shliabh a’ Liag, þar sem hún prófaði ýmis hljóðfæri en endaði á harmoniku, melodeon og tin flautu. Þótt hún spilaði ekki á fiðlu þá er svo rík fiðluhefð í suðvestur Donegal að hún lærði líka fiðlutónlistina og sögurnar sem henni fylgdu.

Síðan Aisling flutti til Galway árið 2010 hefur hún snúið sér í meira mæli að fræðimennskunni. Hún er doktorsnemi við þjóðarháskóla Írlands (National University of Ireland) í Galway og stundar nú rannsóknir á sagnamennsku og hvaða áhrif söfnun og skráning þjóðlegra hefða hefur á munnlegar hefðir í litlu samfélagi. Rannsóknarvinna hennar er fjármögnuð af írska rannsóknarráðinu (Irish Research Council).

Aisling